Nýjasta Bikarmótið í Hnefaleikum fór fram 11. febrúar síðastliðinn og þar fóru fram 12 viðureignir.
Fjórir hnefaleikakappar tóku þátt fyrir hönd HFK.
Ísak Guðnason keppti við Mikael Helgason og tapaði naumlega eftir skemmtilega viðureign.
Rúnar Svavarson keppti við Kaolyan Dimitrow og sigraði þá viðureign glæsilega.
Zalmai Jasur keppti við Börk Kristinsson og sigraði á flottu TKO.
Magnús Kolbjörn keppti við hann Elmar Freyr en tapaði þeirri viðureign.
Mótið var glæsilegt og við hlökkum til næstu viðureignar!
Comments