top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Nordic Open Championship ungmenna og Skröggur 2023!

Eiður Sigurðsson og Kolka Hjaltadóttir, þjálfarar í ungmennastarfi VBC fóru með fjóra iðkendur úr ungmennastarfi VBC til Svíþjóðar til að keppa á Nordic Open Championship fyrir börn og unglinga.


Iðkendurnir fjórir eru þau Camilla Rós Árnadóttir sem er á 9 ári, Dalrós Dögg Eiðsdóttir á 5 ári , Úlfur Már Kruger á 8 ári og Víkingur Elíasson á 6 ári.


Mótið gekk mjög vel og Víkingur Elíasson fékk gull í sínum flokki og Dalrós Dögg Eiðsdóttir silfur. Camilla Rós og Úlfur Már stóði sig bæði með prýði og allir koma heim reynslunni ríkari.

Um helgina fór einnig fram Skröggur 2023 sem er fyrsa mót sem haldið er fyrir eldri flokka á Íslandi.


Tveir einstaklingar kepptu undir merkjum VBC en það eru þeir Sigurpáll Albertsson og Halldór Atli Nielsen Björnsson.


Halldór Nielsen vann gull í sínum flokki, +41 árs -91 kg flokki og Sigurpáll Albertsson vann einnig sinn flokk +30 ára -88 kg og einnig opna flokkinn.


Við óskum þeim til hamingju með árangurinn!
40 views

Comments


bottom of page