Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum í húsi World Class Kringlunni, við vorum með 5 keppendur sem kepptu undir merkjum VBC.
Ísak Guðnason átti að mæta Mikael Hrafni í úrslitum í -67 kg flokki U19 karla en hann veiktist og tapaði því á WO.
Magnús Kolbjörn úr HFK og Rúnar Svavarsson úr HFK kepptu í undanúrslitum í +92kg flokki Elite karla, viðureignin var virkilega skemmtileg en Magnús sigraði hana.
Armandas Sangavicius úr HFK mætti honum Benedikt Gylfa úr HFH í -80kg U19 flokki karla. Viðureignin var virkilega flott en Armandas hafði yfirhöndina og fagnar því Íslandsmeistaratitlinum.
Zalmay Jasur úr HFK keppti upp um þyngdarflokk og mætti Alexander Irving úr GFR í -67kg flokki Elite karla og tóku svakalegan bardaga. Zalmay tapaði naumlega og Alexander var krýndur Íslandsmeistari.
Magnús Kolbjörn úr HFK mætti svo Elmari Þór úr ÞÓR í æsispennandi viðureign, Magnús tapaði viðureigninni á klofinni dómaraákvörðun eftir frábæran bardaga.
Hér má sjá myndir frá honum Haroldas Buinauskas en hér er linkur að Instagram prófælnum hans fyrir áhugasama: https://www.instagram.com/buinauskas/




Comments