top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Úrslit Unbroken deildarinnar

Núna um helgina fóru fram úrslit Unbroken deildarinnar sem Mjölnir hélt í samstarfi við Unbroken.

Settur var upp glæsileg glímuaðstaða í Tjarnarbíó og um er að ræða líklega glæsilegasta mót í BJJ í sögu Íslands.


Það kepptu fjórir einstaklingar fyrir hönd VBC á úrslitakvöldinu, en Daði Steinn komst í úrslit en féll út sökum meiðsla og gat því ekki tekið þátt. Byrjendadeild: Bárður Lárusson -66 kg flokki karla

Þórhanna Inga Ómarsdóttir -60 kg flokki kvenna


Úrvalsdeild:

Ólöf Embla Kristinsdóttir -60 kg flokki kvenna

Anna Soffía Víkingsdóttir +70 kg flokki kvenna

Daði Steinn Brynjarsson +99 kg flokki karla


Bárður Lárusson hóf leik fyrir okkar hönd gegn Hauki Birgi Jónssyni úr Mjölni.

Glíman þeirra hófst af krafti og þeir voru báðir óhræddir við að sækjast eftir sigrinum. Haukur komst í mount gegn Bárði og var kominn áleiðis með að setja upp guillotine choke þegar einhverskonar brak átti sér stað í einu af rifbeinunum á Bárði sem gaf frá sér skiljanlegt óhljóð við það, og tapaði því á verbal tapout. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg og Bárður vildi gjarnan halda glímunni áfram, en við þurfum að virða the verbal tapout og Haukur fékk því góðan sigur í hús!









Þórhanna Inga var næst á stóra sviðið fyrir okkur, en hún mætti Hörpu Hauksdóttur úr Mjölni, þær mættust tvisvar í deildarkeppninni og báðar glímurnar enduðu í jafntefli.

Eins og áður glímdu þær báðar af kappi, og glíman var mjög skemmtileg, meiri hluti hennar átti sér stað í guard en hún endaði með því að Þórhanna tapaði með armbar eftir spennandi baráttu.













Anna Soffía Víkingsdóttir var sú þriðja til að glíma fyrir hönd VBC, hún mætti Hildi Maríu Sævarsdóttur úr Reykjavík MMA. Viðureignin var skemmtileg og Anna Soffía bauð uppá spennandi show eins og alltaf þegar hún stígur á stóra sviðið.


Anna Soffía náði Hildi Maríu niður með flottri fellu og var mjög ráðandi í gegnum alla glímuna sem endaði svo með fallegu rear naked choke-i. Mjög sannfærandi sigur frá sigursælustu glímukonu landsins!








Fjórða og síðasta glíman fyrir hönd VBC var þegar Ólöf Embla Kristinsdóttir mætti Söru Dís Davíðsdóttur úr Mjölni. Þær glímdu tvisvar í deildinni og í bæði skiptin enduðu þær glímur sem jafntefli, því var mikil spenna í loftinu yfir því hvernig þessi lokaglíma skyldi fara.

Glíman byrjaði af krafti og þær sýndu báðar glæsilega takta, Ólöf fór snemma í glímunni í mjög þéttan armbar sem Sara náði á einhvern óskiljanlegan máta að snúa sér útúr, en telja má að flestir hefðu gefið undan sársauka en Sara lét ekki eftir og endaði ofaná eftir þá viðureign, það tók Ólöfu nokkra stund að ná aftur yfirhöndinni í glímunni en það hafðist og hún kláraði glímuna með þéttu guillotine choke-i.

Virkilega skemmtileg glíma og báðar glímukonur sýndu frábæra takta.


Virkilega gaman að taka þátt í þessari mótaröð og við hlökkum til næstu baráttu!

81 views0 comments
bottom of page