Skráning á grunnnámskeið í Apríl.

 

grunnur_muaythai

Muay Thai Grunnur

4 vikna Grunnámskeið í Muay Thai byrjar 7 apríl.
Farið er ítarlega í grunnundirstöðu þessarar göfugu íþróttar sem er þjóðaríþrótt Tælendinga
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 19.00 – 20.00 
Eftir námskeiðið er hægt að halda áfram í Muay Thai byrjendatíma sem eru kenndir eru 6 sinnum í viku sjá stundatöflu
Verð fyrir 4 vikna námskeið 12,500,- Skráning og nánari upplýsingar  vbc@vbc.is og í síma 537-1101
Þjálfarar Kjartan Valur Guðmundsson og Einar Tryggvi Ingimundarsson

 

 

_MG_3133

 

 

Muay Thai Unglingar 11-15 ára 

Byrjendatímar fyrir unglinga í Muay Thai
Farið er í gegnum grunnatriðin í Tælensku bardagaíþróttinni Muay Thai. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga 17.00 – 18.00 Mánuðurinn kostar 7000.-
Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101 hægt er að nýta íþróttastyrki fyrir námskeiðið
Þjálfari Þórður Bjarkar Árelíusson

 

 

BJJ_VBC

 

 

BJJ Byrjendatímar 

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga 19.00 – 20.00 Skráning og nánari upplýsingar í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101
Þjálfarar Daði Steinn og Elías Kjartan Bjarnason

 

 

VBC MMA, Íþróttafélag er staðsett á Smiðjuvegi 28 Græn Gata Kópavogi. Sími 537-1101 Tölvupóstur vbc@vbc.is. www.vbc.is

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.