Skráning er hafin fyrir grunnnámskeið í janúar.

Ný námskeið hefjast 4 janúar í VBC,  Muay Thai – Hnefaleikar – Brasilískt Jiu Jitsu. VBC MMA er vaxandi íþróttafélag með frábæra þjálfara sem hafa bæði mikla reynslu af þjálfun og keppnum. Aðstaðan er 970 fm að stærð og er útbúin góðri setustofu, fullgildum boxhring, stóru glímusvæði, stórum speglasal, púðasvæði, wrestling/mma svæði ásamt góðri lyftingaraðstöðu.

 

 

Muay Thai Grunnur – 4 vikna grunnnámskeið

 

grunnur_muaythai

 

hefst 3 janúar.
Námskeiðið eru 4 vikur og er undirbúningur fyrir almenna Muay Thai tíma, farið er ítarlega í undirstöðuatriðin í þessari frábæru bardagaíþrótt sem er þjóðaríþrótt Tælendinga. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga 20.00 – 21.00 Verð 14,500,- Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 5371101

 

 

Box Grunnur – 8 vikna grunnnámskeið

 

Box lengra komnir3

Hefst 4 janúar.

Námskeiðið er 6 vikur í grunntímum og  2 vikur í almennum tímum eftir grunninn. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í undirstöðuatriðin í Ólympískum hnefaleikum á hraða hvers og eins, frábær leið til að læra þessa göfugu bardagaíþrótt og komast í flott form í leiðinni. Kennt mánudaga og miðvikudaga 18.00 – 19.00 Verð 23.900.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 5371101

 

 

BJJ Grunnur – 8 vikna grunnnámskeið

 

VBC_stelputími

Hefst 4 janúar.

Námskeiðið er 6 vikur í grunntímum og að því loknu 2 vikur í almennum tímum, námskeiðið er kennt í NoGi

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Kennt mánudaga og miðvikudaga 20.00 – 2100

Verð 23.900.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 5371101

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.