Skráning er hafin í barna og unglingastarf VBC haustönn 2015

Kennsla hefst 31 ágúst í Ólympískum hnefaleikum og Brasilísku Jiu Jitsu fyrir börn og ungmenni frá 6 ára aldri árið gildir. Vikuna 31 ágúst – 5 september verður frí kynningarvika á starfinu. Skráning fer fram neðst á síðunni.

Hægt er að nýta Íþróttastyrki hjá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnafirð hjá félaginu.

 

 

Brasilískt Jiu Jitsu

 

 

unnamed

 

 

 

 

 

 

BJJ Barnatímar 6-11 ára

 

Kennt þriðjudaga og fimmtudaga 16.30 – 17.15

 

Í barnatímunum er lagt meiri áherslu á kennslu í gegnum leiki sem þjálfarar okkar hafa lært og kynnt sér í Bandaríkjunum.
Við hjá VBC trúum að Brasilískt Jiu-Jitsu stuðli að heilbrigðum, persónulegum vöxt og byggi upp karekter.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkar læra í Brasilísku Jiu Jitsu. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Einng er þetta góð leið til að komast í gott form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

BJJ Unglingatímar: 12-16 ára

 

Kennt mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 16.30 – 17.30

 

Við hjá VBC trúum að Brasilískt Jiu-Jitsu stuðli að heilbrigðum, persónulegum vöxt og byggi upp karekter.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkar læra í Brasilísku Jiu Jitsu. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Einng er þetta góð leið til að komast í gott form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

Hnefaleikar

 

Boxskoli- Poster-Vetur 2015-01

 

 

 

Box Barnabox 6-11 ára

Kennt er mánudaga og miðvikudaga 16.30 – 17.15
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískir hnefaleikum á hraða hvers og eins.
Á námskeiðinu er lagt upp á hópefli í gegnum leiki og að hver og einn njóti sín í tímanum.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkarnir læra í gegnum hnefaleikaíþróttina. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

Box Unglingar 12-16 ára

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga 16.30 – 17.30
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

Verðskrá fyrir haustönn

 

Barnatímar 6-11 ára

Önnin 4 mánuðir 24.900.- Önnin með BJJ galla 34.900.-

.

Unglingatímar 12-16 ára
Önnin 4 mánuðir 28.900.- Önnin með BJJ galla 38.900.-

 .
Börn og unglingar sem vilja stunda báðar íþróttir
Önnin 35.500.- Önninn með BJJ galla 45.500.-
 .
Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram,  Fullt nafn og kennitölu iðkannda og forráðamanns ásamt símanúmeri. Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.