Skráning hafin fyrir byrjendanámskeið í september

Mikið af námskeiðum/byrjendatímum hefjast um mánaðarmótin n.k í fjölmörgum íþróttum, þar með talið  MMA grunnur, Muay Thai Grunnur, Box grunnur, Spartanþrek grunnur ásamt byrjendatímum í Brasilísku Jiu Jitsu, Box eldri, barna og unglingabox.

 

Sjá betur hér fyrir neðan.

 

1. September.

muaythai_grunnur

 

Muay Thai Grunnur 4 vikna grunnámskeið kennt mánudaga og þriðjudaga 19.00 – 20.00,  farið er ítarlega í grunnatriðin í Muay Thai og veitir þann grunn sem þarf til að halda áfram í byrjendatímana.
Verð 11.500.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

 

1. September.

boxgrunnur

 

Box grunnur 8 vikna grunnámskeið kennt mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 18.00 – 19.00, farið er í öll undirstöðu atriði í hnefaleikum og undirbúning sem þarf til að komast í framhaldstímana.
Verð 19.900.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

1. September.

10169166_752250568130759_1616515923361261584_n

 

Unglinga BJJ opnir byrjendatímar í Brasilísku Jiu Jitsu fyrir aldurshópinn 10-16 ára, kennt er mánudaga og miðvikudaga 16.30 – 17.30. Í þessum tímum er markmiðið byggja upp grunnþekkingu í íþróttinni, farið verður í grunntækni og hugmyndafræði.
Mánaðargjald 7000.- skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

1. September.

Pétur sippari

 

Box eldri eru opnir tímar, þar að segja hægt er að byrja hvenær sem er. Kennt er mánudaga, miðvikudaga klukkan 20.00 – 21.00 og laugardaga klukkan 12.00 – 13.00. Skemmtilegir tímar þar sem er farið er í undirstöðu atriðin í hnefaleikum í bland við styrktaræfingar, farið er rólega af stað og á hraða hvers og eins.
Verð 19.900.- fyrir 8 vikur.  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

2. September

barnabox

 

Barnabox er fyrir hressa krakka á aldrinum 8-11 ára, farið er í undirstöðuna í hnefaleikum í bland við skemmtilegar æfingar kennt er  þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16.15 – 17.00
Verð 7000.- mánuðurinn, athugið til að nýta frístundastyrkinn er lágmark 4 mánuðir eða heil önn.  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is

 

2. September

Box unglingar-4

 

Unglingabox er fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára, farið er í undirstöðu í hnefaleikum ásamt góðum æfingum, kennt er þriðjudaga og fimmtudag klukkan 17.00 – 18.00
Verð 7000.- mánuðurinn, athugið til að nýta frístundastyrkinn er lágmark 4 mánuðir eða heil önn.  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is

 

 

2. September

20140812_182210

 

MMA Grunnur 8 vikna grunnámskeið í MMA kennt þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 20.00 – 21.00,Á námskeiðinu er farið vel yfir öll grunnatriðin í MMA bland af striking, wrestling, bjj,  muay thai/kickbox og öðrum bardagalistum.
Verð 19.900.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

2. September.

1622385_699157266773423_1369137547_o
BJJ Byrjendatímar kennt er þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 19.00 – 20.00. Athugið þetta eru opnir tímar og hægt er að koma hvenær sem er inn í þessa tíma.  Farið er mjög vel í undirstöðu atriðin í Brasilísku Jiu Jitsu.
Verð 19.900.-  8 vikur,  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

 

8. September

1553261_698831276806022_1430101040_o

 

Spartanþrek grunnámskeið  kennt verður mánudag, miðvikudag og föstudag 18.00 – 18.45   Farið er í undirstöðu atriðin varðandi ýmsar æfingar með kettilbjöllum ásamt styrktaræfingum byggðar á HIIT.  Eftir námskeiðið er þá opið að mæta í alla opnu Spartanþrek tímana sem eru auglýstir skv haust stundatöflu. þar með talið morguntímar klukkan 06.30.
Verð á grunnámskeið ásamt 3 vikum í opnu tímana 11.500.-  Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

 

 

Allar nánari upplýsingar varðandi námskeiðin er hægt að nálgast í gegnum vbc@vbc.is eða í síma 537-1101 á skrifstofutíma.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.