
27 Aug Skráning í barna og ungmennastarf VBC Haust 2018
Nú er ný önn að hefjast í barna- og unglingastarfinu og er skráning hafin á vbc.felog.is. Æfingar byrja mánudaginn 3. september.
Brasilískt jiu-jitsu
8-15 ára
Kennt er fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga, klukkan 17:00 – 18:00
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi, og ábyrgð eru gildi sem við kennum krökkunum í vinalegu og gagnvirku umhverfi.
Æfingagjald fyrir önnina eru 29.500kr, eða 39.500 ef keyptur er glímugalli (gi) við skráningu.
Box
Börn: 5 – 11 ára
Kennt er tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, klukkan 17:00 – 17:45
Lögð er megináhersla á tæknikennslu í gegnum skemmtilega leiki og æfingar í öruggu umhverfi.
Unglingar: 12 – 16 ára
Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00
Lögð er megináhersla á tæknikennslu í öruggu umhverfi.
Muay Thai
12 – 16 ára
Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00
Lögð er megináhersla á tæknikennslu og grunnatriði í íþróttinni í öruggu og stjórnuðu umhverfi.
Skráning fer fram í gegnum vbc.felog.is/
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar, vbc.is. Endilega sendið á vbc@vbc.is eða á facebook síðu okkar, vbcmma, ef spurningar vakna.
Sorry, the comment form is closed at this time.