Stór sigur VBC/HFK á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um helgina

DSC03131

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum – úr röðum VBC/HFK tóku sjö keppendur þátt í fimm þyngdarflokkum.
Emin Kadri keppti í flokk unglinga í flokki -63 kg og vann gullið.
Bárður Lárusson og Þórður Bjarkar kepptu báðir í -64 kg flokk enn Bárður keppir vanalega í -60 kg flokki. Þórður og Bárður stóðu sig báðir frábærlega og vann Þórður gullið mjög sannfærandi og Bárður tók bronsið.
Ásgrímur Egilsson keppti í -69 kg flokki. Ásgrímur stóð sig frábærlega og vann gullið.
Jafet Örn Þorsteinsson keppti í -75 kg flokki og vann gullið ásamt því að vera valin boxara mótsins þriðja sinn í röð og fékk að halda Bensabikaranum að launum. Þess má geta að þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Jafets.
Rúnar Svavarsson og Kristján Kristjánsson kepptu í -91 kg flokki og eftir undankeppnina mættust þeir í úrslitum eftir hörku viðureign landaði Kristján gullinu og Rúnar silfrinu.

Afrakstur mótsins eru 5 Íslandsmeistaratitlar 1 silfur 1 brons og Jafet Örn Þorsteinsson var valin besti boxari mótsins 3 sinn í röð . Við hjá VBC/HFK erum mjög stolt af okkar keppendum og félagsmönnum til hamingju öll með frábæran árangur. Áfram VBC/HFK!!

 

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.