Stórglæsilegur árangur VBC á Grettismótinu

IMG_7300

 

Þann 13. september fór fram Grettismót Mjölnis í Brasilísku Jiu-Jitsu. Keppt var í Gi (Galla) og átti VBC fimm keppendur á mótinu.
Árangurinn var sem glæsilegastur hjá okkar fólki en fjórir keppendur frá VBC komust í verðlaunarpall.

 

Daði Steinn Brynjarsson fór með sigur af hólmi bæði í opnum flokk karla og -79 kg flokki, en þess má geta að hann sigraði allar sínar glímur með uppgjafataki bæði í opna flokknum og -79 kg flokknum.

 

Ólöf Embla Kristinsdóttir keppti um þriðja sæti í opnum flokk kvenna þar sem hún fór með sigur úr býtum. Hún vann einnig til verðlauna í -64 kg flokki kvenna þar sem hún vann til silfurverðlauna.

 

Pétur Óskar Þorkelsson keppti til úrslita í -68 kg flokki þar sem hann beið lægri hlut gegn sterkum andstæðingi og varð að sætta sig við silfurverðlaun.

Ari Páll Samúelsson keppti um þriðja sætið í sama flokk -68 kg og tryggði sér sæti á verðlaunapall.

 

Allir keppendur stóðu sig með prýði og viljum við koma þökkum til skipuleggjenda og keppendum fyrir glæsilegt og vel skipulagt mót.

 

Það má segja með vissu að framtíðin er björt hjá VBC Checkmat.

 

Fleiri myndir frá mótinu koma á facebook síðu klúbbsins VBC MMA

 

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.