Þórður Bjarkar sigraði á West Coast Battle um helgina

Ljósmyndari Róbert Elís Erlingsson

 

 

Um helgina fór fram West Coast Battle tíunda sinn sem er eitt af sterkastu Muay Thai mótum Evrópu.    Þórður Bjarkar Árelíusson úr VBC keppti á móti sterkum andstæðing Johan “Woody” Nörgard frá South Side Muay Thai í Stokkhólm.   

 

Bardaginn fram í Semi Pro þar sem olnbogar og hné í höfðuð er leyft.  Þórður tók stjórn á bardaganum frá fyrstu sekúndu og var mjög beittur í fyrstu lotu og náði að vinna vel í skrokknum á Svíanum.   Í byrjun á annari lotu náði Þórður góðum olnboga sem Þórður fylgdi eftir með skrokk höggi og lærsparki, niður fór Svíinn og talið var yfir honum. Þórður kláraði síðan andstæðing sinn nokkrum sekúndum seinna með snúnings olnboga.  Glæsileg frammistaða hjá okkar manni sem hefur stimplað sig rækilega vel inn í Skandanavísku Muay Thai senuna og liggur núna leiðin í atvinnubardaga í byrjun 2019.

 

 

 

Við spurðum Þórð Bjarkar hvað væri framundan hjá honum.  Ég held áfram að bæta mig og æfa af krafti, ég stefni alla leið. 

 

 

 

Hvenær á von á þér aftur í hringinn ? Ég á von á mínu fimmta barni milli jól og nýárs þannig ef allt gengur vel þá stefnum við á næsta bardaga í febrúar/mars þá í atvinnumanna flokki. 

 

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.