Þrjú gull og tvö silfur á ACBC um helgina í Gautaborg

ACBC2017
Um helgina fór fram eitt stærsta boxmót í heimi í Gautaborg Svíþjóð ACBC (Angered Centrum Box Cup) enn keppnin fagnaði 30 ára afmæli um helgina. 450 keppendur víðsvegar úr heiminum tóku þátt í mismunandi flokkum og fóru fram 300 viðureignir á þremur dögum.  Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC í Kópavogi tóku þátt níu keppendur með þeim í för var Arnór Már Grímsson úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar ásamt þremur þjálfurum úr HFK/VBC þeim Kjartani  Einari og Birgir Þór.  
 .
Tinna Von keppti í B class 66 kg flokk og stóð sig vel enn sigurinn var ekki hennar í þetta skiptið. Ásgrímur Egilson keppti B class 69 kg og tapaði naumlega á klofnri dómaraákvörðun 2-1.  Hróbjartur Havsteen Trausti keppti í B Class 81 kg og stóð sig mjög vel enn tapaði á ákvörðun dómara. Jafet Örn Þorsteinsson keppti í A class 75 kg lendi á móti erfiðum andstæðing stóð sig gríðarlega vel enn tapaði á klofnari dómaraákvörðun 2-1 enn andstæðingur Jafets sigraði mótið.  Emin Kadri tryggði sér gullið í Junior flokk 66 kg – Bárður Lárusson tók silfur í B Class 60 kg – Jakub Sebastian Warzycha tók silfur í B Class 75 kg – Kristján Ingi Kristjánsson tryggði sér gullið í B class 91 kg – Þórður Bjarkar Árelíusson tryggði sér gullið í A class 56 kg – Arnór Már Grímsson úr HFH tók silfur í A class 69 kg. 
.
Við hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC erum gríðarlega stolt af okkar keppnisliði sem hefur verið að gera það gríðarlega gott á erlendri grundu á þessu á ári. Næsta erlenda mótið verður síðan landsliðsmótið Tammer í Finnlandi enn þar mun Jafet Örn Þorsteinsson keppa fyrir hönd Íslands.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.