Tilkynning vegna Covid-19

Í kjölfarið af auknum smitum í þjóðfélaginu, greindist Covid smit hjá iðkanda í félaginu á fimmtudaginn s.l. Gripið var til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis og þeir aðilar sem vitað var að hefðu verið í húsinu undanfarna viku tilkynnt um það. Þá var tekin ákvörðun um að loka þangað til ljóst væri hvort fleiri hefðu sýkst. Sú varð því miður raunin. Félagið hefur unnið náið með smitrakningarteymi almannavarna og farið eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið.

Við viljum við ítreka til einstaklinga sem hafa verið í húsinu að gera greinargóðan lista yfir þá einstaklinga sem þeir hafa verið í návígi við til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og draga úr álagi á smitrakningarteymi og almannavarnir.

Félagið verður lokað næstu tvær vikurnar og viljum biðja alla sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700.
Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku.

Við minnum ykkur svo á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda ykkur heimavið ef þið finnið til flensueinkenna. Við erum öll almennavarnir.

Bestu kveðjur
Stjórn HFK og VBC

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.