VBC MMA er íþróttafélag sem drifið er áfram af hóp fólks sem hefur brennandi áhuga og ástríðu fyrir bardagalistum. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og gefur stjórn félagsins vinnu sína.
Klúbburinn var stofnaður hér á landi 2009 og var fyrst staðsettur í Stangarhyl á Ártúnshöfða. Í október 2013 flutti félagið sig yfir í Kópavoginn í mun stærra og hentugra húsnæði, rúmlega 900 fermetra en það gamla var rúmlega 230 fermetrar.
Aðstaðan hjá okkur er búin fullgildum hnefaleikahring, stórum æfingasal með speglum, stórt æfingasvæði með púða og striking, 2 x glímusvæði ásamt góðri lyftingaraðstöðu og kettilbjöllum. Góð búningsaðstaða er á staðnum, stór setustofa við andyrið, þar sem fólk getur slakað á fyrir og eftir æfingar, horft á bardaga, spjallað saman eða lesið. Lítið krakkahorn er á staðnum og er Boxbúðin.is í sama húsnæði.
VBC MMA á rætur sínar að rekja til Stokkhólms í Svíþjóð. VBC stendur fyrir Vallentuna Boxing Camp. VBC var á tíma stærsta Muay Thai félag Norðurlandanna og hefur alið af sér ógrynni heimsmeistara í Muay Thai.
Hjá okkur er hægt að leggja stund á Muay Thai, Brasilískt Jiu Jitsu, Spartanþrek Conditioning tíma, ólympíska hnefaleika, box fyrir 35 og eldri, barna og unglingabox.
Stjórn VBC MMA skipa
Formaður Kjartan Valur Guðmundsson
Varamenn Einar Tryggvi Ingimundarsson
Varamenn Daði Steinn Brynjarsson, Ýmir Vésteinsson
Meðstjórnendur Lísa Óskarsdóttir, Ólafur Daði Helgason
Gjaldkeri Ólöf Embla Kristinsdóttir
VBC MMA, Íþróttafélag kt 650214-0800
Bókahald og reikningar Reikningshald og Ráðgjöf SLF