Hvítur á leik var haldið í þriðja sinn um helgina.

_O4P1849

Hvítur á leik var haldið í þriðja sinn í gær í VBC, tæplega 50 keppendur frá sjö félögum tóku þátt.

VBC MMA hélt hið árlega glímumót „Hvítur á leik“ þann 23 júli sl. Var þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið og þótti okkur dagurinn einstaklega vel heppnaður í alla staði. Um 50 keppendur frá sjö félögum kepptu í níu þyngdarflokkum, þá fóru einnig fram tvær „ofurglímur“. Þar áttust við annarsvegar Halldór Logi, brúnbeltingur úr Fenri og Eggert Djaffer fjólublábeltingur úr Mjölni. Seinni ofurglíman bauð svo upp á eina af skemmtilegri viðureignum sem við í VBC höfum orðið vitni að, en þar tók okkar eigin Igor Gladun (VBC) á móti Sveinbirni Jun Iura (Ármann). Þarna má með sanni segja að hafi mæst stálinn stinn en Igor er Freestyle Wrestling reynslubolti og Sveinbjörn einn fremsti Júdókappi okkar Íslendinga. Að ofurbardögunum loknum hófust opnir flokkar karla og kvenna og í lok dags hafði VBC nælt sér í 11 verðlaunapeninga og hlotið sigur úr bítum í fjórum flokkum. VBC vill þakka öllum þeim er komu að mótinu í ár, starfsfólki, áhorfendum, þjálfurum og keppendum. Sjáumst aftur að ári.

 

Myndir frá mótinu á facebook síðu félagsins má finna hér.

 

Hér má sjá úrslit mótsins:
-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Kolka Rós (VBC)
2. sæti: Halla Björg Ólafsdóttir (VBC)

-74 kg flokkur kvenna

1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Hafdís Erla Helgadóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ingibjörg Gylfadóttir (VBC)

-70 kg flokkur karla

1. sæti: Alfreð Steinmar Hjaltason (Fenrir)
2. sæti: Sigurður Marías Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Ægir Már Baldvinsson (Sleipnir)

-76 kg flokkur karla

1. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)
2. sæti: Birkir Ólafsson (VBC)
3. sæti: Jeremy Francis Aclipen (Mjölnir)

-82,3 kg flokur karla

1. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
2. sæti: Brynjar Freyr Jónsson (Gleipnir)
3. sæti: Guðni Guðmundsson (Mjölnir)

-94,3 kg flokkur karla

1. sæti: Anton Logi Sverrisson (VBC)
2. sæti: Karl Óskar Smárason (Mjölnir)

+100 kg flokkur karla

1. sæti: Árni Gils Hjaltason (Mjölnir)
2. sæti: Gunnar Gústav Logason (Sleipnir)
3. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Sigurlaug Sturlaugsdóttir (VBC)
3. sæti: Kolka Rós (VBC)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
3. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.