Vel heppnað boxkvöld um helgina

 

Á laugardaginn fór fram hnefaleikamót HFK/VBC átján keppendur tóku þátt frá Íslandi, Englandi og Írlandi. Erlendu boxararnir voru gríðarlega öflugir og komu frá West Ham BC, Romford BC og Erne BC Írlandi. Allur ágóði af mótinu rann til styrktar Fanneyjar Eiríksdóttir og Ragnars Snær og safnaðist 163.000.- til fjöldskyldunar sem berjast hetjulega við krabbamein Fanneyjar.

 

Úrslit úr keppnishóp HFK og VBC  má sjá hér fyrir neðan.

Emin Kadri HFK sigraði Ethan Tisbury úr Romford BC á einróma ákvörðun dómara
Ásgrímur Egilson HFK tapaði naumlega gegn Scott Palmer úr Romford BC á klofnri ákvöðrun dómara
Jakub Sebastion HFK tapaði einnig naumlega gegn Jordan Doujon úr West Ham á klofnri ákvörðun dómara.
Aleksandrs Baranovs HFK tapaði gegn hinum reynda Chris Cunningham úr Romford BC í mjög spennandi og skemmtilegum bardaga.
Kristján Kristjánsson HFK sigraði örugglega Mohammed Metowli úr West Ham BC
Rúnar Svavarsson HFK tapaði gegn Ayomikun Barek úr Romford BC. Fyrsti bardagi Rúnars í yfir þungavigt og stóð okkar maður sig vel gegn sterkum andstæðingi sínum.

 

Mótið heppnast gríðarlega vel og var fullt útúr dyrum af áhorfendum. Mótið er mikil innspíting fyrir Íslenska hnefaleika og munum við hjá Hnefaleikafélagi Kópvogs sækja Englendinga heim 11 maí 2019. Mótin verða hér eftir árlegur viðburður.

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.