Viltu slást í hópinn?
VBC leggur áherslu á öruggt og uppbyggjandi umhverfi fyrir alla.
Engin þörf er á því að hafa reynslu af bardagaíþróttum þegar þú byrjar að æfa hjá okkur.
Hægt að stunda þrjár mismunandi bardagaíþróttir. Hnefaleikar, Muay thai og Brasilískt Jiu jitsu. Spartanþrek er líka kennt hjá VBC fyrir þá sem vilja koma sér í geggjað form án þess að stunda bardagaíþróttir. Einnig bjóðum við upp á barna- og unglingastarf fyrir einstaklinga sem eru frá 4 - 18 ára
Ungmennastarf Sumarönn 2023 (5 - 18 ára)
Hnefaleikar
VBC býður uppá námskeið í hnefaleikum haustönnina
Boðið er uppá námskeið fyrir tvo aldurshópa:
11 - 16 ára (24.900 kr fyrir önnina).
Námskeið í hnefaleikum felur í sér áherslu á aukinn styrk, hreyfifærni, tæknilega færni og grunn í hnefaleikum.
Þessi námskeið stuðla einnig að miklum félagslegum þroska fyrir iðkendur, bætingar á sjálfstrausti, sjálfsaga og auðmýkt sem er allt nauðsynlegir eiginleikar í nútímasamfélagi.
Brasilískt Jiu Jitsu
VBC býður uppá sumarnámskeið í brasilísku jiu jitsu
Boðið er uppá námskeið fyrir fjóra aldurshópa:
4 - 7 ára (16.990 fyrir önnina).
7 - 10 ára (24.900 fyrir önnina).
10 - 13 ára (24.900 fyrir önnina).
13 - 17 ára (24.900 fyrir önnina).
Í námskeiðum fyrir tvo yngri hópana er áhersla lögð á leikgleði, að auka hreyfigetu og færni ásamt því að kynna grunnhreyfingar í brasilísku jiu jitsu.
Í námskeiðum fyrir tvo eldri hópana færist áherslan meira yfir í styrktarþjálfun, tæknilega færni og leikfræði í jiu jitsu.
Þessi námskeið stuðla einnig að miklum félagslegum þroska fyrir iðkendur, bætingar á sjálfstrausti, sjálfsaga og auðmýkt sem er allt nauðsynlegir eiginlegar í nútímasamfélagi.