top of page

Saga VBC

VBC er íþróttafélag sem er drifið áfram að hópi fólks sem hefur brennandi áhuga og ástríðu fyrir bardagaíþróttum.

Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og gefur stjórn félagsins vinnu sína.

 

Klúbburinn var stofnaður hér á landi 2009 og var fyrst staðsettur í Stangarhyl á Ártúnshöfða. Í október 2013 flutti félagið sig yfir í Kópavoginn í mun stærra og hentugra húsnæði,  rúmlega 900 fermetra en það gamla var rúmlega 230 fermetrar.

 

Aðstaðan er sérhönnuð fyrir bardagaíþróttir, en við höfum til að mynda fullgildan hnefaleikahring, stóran æfingarsal með speglum, svæði með púðum fyrir hnefaleika og muay thai og stórt og gott svæði fyrir jiu jitsu.

 

Einnig er góð lyftingaraðstaða á svæðinu og mikið magn af handlóðum og ketilbjöllum.

 

Búningsklefar eru á staðnum og þar að auki er stór setustofa við anddyrið.

VBC deilir húsnæði með Boxbúðin.is

Reglur VBC MMA

1. Komdu á æfingu á réttum tíma

2. Allt sem þú lærir í VBC er eingöngu til þess að nota á æfingum og keppnum. (Brot á þessu getur leitt til brottreksturs).

3. Við keppum undir merkjum VBC MMA.

4. Ef þú ert með sár fyrir æfingu, gakktu þá úr skugga að loka þeim vel fyrir æfingu.

5. Ef þú ert seinn skaltu laumastu inn, hita upp og hoppa inn á æfinguna.

6. Ef þú þarft að fara fyrr, tilkynntu þjálfaranum þínum það áður en æfingin byrjar.

7. Taktu með þér vatnsflösku.

8. Berðu alltaf virðingu fyrir klúbbnum, þjálfurum og æfingarfélögum þínum.

9. Ekki tala á meðan þjálfarinn er að gefa fyrirmæli.

10. Stuðlaðu að góðum æfingaranda og gerðu alltaf þitt besta eftir þinni bestu getu.

11. Komdu á æfingu “hreinn og með hreinan búnað”. Hrein æfingaföt og búnaður stuðlar að minni hættu á útbreiðslu bakteríum í gymminu.

12. Æfðu aldrei þegar þú ert veikur, bæði þín vegna og til að forðast að smita æfingafélaga.

13. Mundu stífar æfingar, auðveldar sigur.
14. Hafðu gaman þegar þú æfir og ekki meiða æfingafélagana.
15. Munum svo að þú ert ekki aðalatriðið í gyminu heldur æfingarfélaginn þinn.

 

Rules of VBC MMA

1. Please show up on time.

2. Everything you learn in VBC is only to be used in training and competitions. (Violations of this can lead to removal from VBC MMA).

3. We compete under the banner of VBC MMA.

4. If you have a open wound, make sure that you close it securely before training.

5. If you are late don‘t interfere with the class, warm up and join.

6. If you need to leave earlier, report it to your coach before practice starts.

7. Bring water bottle to classes.

8. Always show respect for the club, coaches and your training partners .

9. Do not talk while the coach is giving instructions .

10. Contribute to a good training spirit and always do your best.

11. Come to practice “clean and with clean training gear” Being clean contributes to a lower risk of spreading germs in the club.

12. Please don‘t show up when you’re sick , both for your sake and to avoid infecting your training partners.

13. Remember hard training easy fight and have fun, don‘t hurt your training partners.

14. Try to enjoy yourself and don’t hurt your training partners.

15. You are not the most important person in the gym, the most important person is your training partner.

Markaðsefni

VBC býr til sitt eigið markaðsefni sem felst í því að stundum kemur ljósmyndari á æfingar og ljósmyndar iðkendur á æfingum, þær myndir geta svo verið notaðar í markaðsefni.

Þjálfarar VBC

BJJ: Daði Steinn (Nogi)  - Pétur Óskarsson (Gi).

Box: Kjartan Valur Guðmundsson - Rúnar Svavarsson

Muay Thai: Aurel Daussin - Birgir Þór.

Byrjendanámskeið BJJ: Daði Steinn

Byrjendanámskeið Box: Jafet Örn Þorsteinsson.

Byrjendanámskeið Muay Thai: Aurel Daussin - Birgir Þór.

Ungmennastarf - BJJ: Eiður Sigurðsson - Kolka Hjaltadóttir - Elmar Aron Elmarsson

Ungmennastarf - Box: Jafet Örn Þorsteinsson.

bottom of page