top of page

​Íþróttir

Hjá VBC er hægt að stunda þrjár bardagaíþróttir og spartanþrek, VBC er með námskeið í Hnefaleikum, Muay thai og Brasílísku jui jitsu.

Fyrir hverja eru hnefaleikar?

Hnefaleikar eru fyrir þá sem hafa áhuga á því að reyna á sig í líkamlega erfiðri íþrótt sem mun koma þér í geggjað form. 

 

Box hefur þó ekki einungis jákvæð áhrif á líkamlega getu, styrk og jafnvægi heldur hefur það sýnt sig á sjálfstraust þeirra sem byrja að æfa box eykst til muna, í takt við aukna félagslega færni, sjálfsaga og auðmýkt.

Hvað þarf ég til að byrja?

Til þess að geta byrjað að æfa hnefaleika hjá VBC þarftu eftirfarandi hluti:
Íþróttabuxur / bol + íþróttaskó!

Ungmennastarf VBC í Hnefaleikum er í fullu fjöri, en boðið er uppá starf fyrir eftirfarandi aldursflokka:

5 - 8 ára

9 - 12 ára

13 - 17 ára

9E315724-EC17-485A-A494-31F9561AD26F.jpeg

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmyndafræði að minni einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni.

 

Íþróttin hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum.

Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp.

 

Æfingar fara fram bæði í gi (í æfingargalla) og í no-gi sem er stundað í almennum íþróttafötum.

Ungmennastarf VBC í brasilísku jiu jitsu er í fullu fjöri, en boðið er uppá starf fyrir eftirfarandi aldursflokka:

4 - 7 ára

7 - 10 ára

10 - 13 ára

13 - 17 ára

Þjálfarar ungmennastarfsins eru þeir Eiður Sigurðsson, Kolka Hjaltadóttir.

 

Vert er að taka fram að ekki er leyfilegt að vera í fatnaði með rennilásum því það getur bæði skaddað andstæðinginn og dýnuna sem æft er á.

 

Yfirþjálfari er Daði Steinn.

DSC01058.jpeg

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné.

 

Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

Muay Thai er þjóðaríþrótt Tælendinga og er lítið vitað um upprenna bardagalistarinnar þar sem saga hennar brann þegar her Burma lagði höfðuborg Thailands Ayudhaya í rúst á 14 öld.

DSC07767.jpg
bottom of page