top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Fyrsta umferð Unbroken deildarinnar

Fyrsta umferðin í Unbroken deildinni fór fram um helgina, eins og við er að búast erum við með keppendur sem tóku þátt á mótinu og stóðu sig allir með sannri prýði. Eftirfarandi keppendur tóku þátt fyrir okkar hönd:


Anna Soffía Víkingsdóttir.

Bárður Lárusson.

Daði Steinn Brynjarsson.

Eiður Sigurðsson. Heiðrún Fjóla (Keppir undir merkjum Sleipnis en er þó alltaf stór partur af VBC).

Kolka B. Hjaltadóttir.

Ólöf Embla Kristinsdóttir.

Þórhanna Inga Ómarsdóttir.


Daði tók fjórar glímur, en hann vann allar glímurnar sínar, 2 glímur vann hann með heel hook, eina með kimura og í eitt skipti gat mótherji hans ekki tekið þátt sökum meiðsla. Hann er því með full hús stiga.

Eiður tók þrjár glímur, hann vann allar sínar, hann vann eina glímu með mounted triangle, en tvisvar létu mótherjar hans ekki sjá sig.

Kolka glímdi fjórum sinnum, og hún vann tvær þeirra, eina sigraði hún með outside heel hook, gerði eitt jafntefli, tapaði einni glímu með armbar og í eitt sinn lét mótherjinn ekki sjá sig.

Ólöf glímdi þrisvar og vann allar sínar glímur, tvær með heel hook og eina með americana.

Anna Soffía keppti þrisvar og vann allar sínar glímur, tvær glímur á armbar og eina á heel hook.

Þórhanna Inga keppti þrisvar, gerði tvö jafntefli og vann eina glímu með armbar.

Heiðrún Fjóla keppti þrisvar, vann tvær glímur með guillotine og tapaði einni með heel hook.

Bárður keppti þrisvar, tapaði tveimur glímum, annari með kyrkingartaki og hinni með handalás, en hann sigraði sína glímu með glæsilegu rear-naked choke.


Meðfylgjandi eru myndir sem Torfi Þór Tryggvason tók.






249 views
bottom of page