top of page

Brasilískt Jiu Jitsu

Jiu Jitsu á uppruna að rekja til Japan, en þaðan barst það yfir til Suður-Ameríku og varð að því sem við þekkjum sem brasilískt jiu jitsu í dag.

 

Í brasilísku jiu jitsu þá takast tveir einstaklingar á hverju sinni og glíman endar þegar tíminn rennur út eða ef annar keppinautanna tappar út.

 Til eru fjölmargar leiðir til að láta andstæðinginn gefast upp, en þekktustu uppgjafartökin eru líklega Rear Naked Choke, Armbar og Triangle svo eitthvað sé nefnt.

Engin högg né spörk eru leyfð í jiu jitsu og einnig er bannað að beygla putta eða pota í augu. Flestar af þeim reglum sem eru settar fyrir fylgja almennri skynsemi og það er um að gera að spyrja ef þú ert óviss með einhver atriði.

​Íþróttin snýst á allan máta um stjórnun, að komast í yfirburðarstöðu gegn andstæðingnum og sigra hann með einhverskonar uppgjafartaki.

​Íþróttin fer svo fram í tvennskonar klæðnaði, annarsvegar í Gi sem er búningurinn sem sést hér á myndinni fyrir neðan, og svo í Nogi sem eru hefðbundin æfingarföt (án rennilása).

Reglur í brasilísku jiu jitsu eru fjölmargar, en þær lærast hægt og rólega í gegnum æfingar, það sem skiptir mestu máli er að nota góða tækni til þess að koma andstæðingnum í aðstæður þar sem hann gæti meitt sig ef hann gefst ekki upp. Við notum ekki kraft í uppgjafartök sem geta meitt andstæðinginn og reynum að stuðla að umhverfi þar sem allir geta notið sín og æft með vinum sínum.

Í brasilísku jiu jitsu er unnið með beltakerfi sem greinir á milli getustigs þeirra sem stunda íþróttina.

Beltin eru eftirfarandi: Hvítt belti, blátt belti, fjólublátt belti, brúnt belti og svart belti.

VBC er aðildafélag að BJÍ (BJJ Samband Íslands)

8727FA51-C38D-4A37-94B2-CE7DF2791864.jpeg

Gi

Hér til hliðar má sjá sýnidæmi af tveimur iðkendum VBC að stunda GI glímu, búningarnir eru þykkir og auðvelt er að grípa í þá til að stjórna andstæðningnum.

Vegna þess er það sem er kallað "grip fighting" mikilvægur hluti af jiu jitsu, þar sem þú kemur í veg fyrir að andstæðingurinn nái góðum gripum á þér eða gi-inu þínu meðan þú berst fyrir þínum gripum.

8727FA51-C38D-4A37-94B2-CE7DF2791864.jpeg
Concrete Wall
DSC06581.jpeg

Nogi

Í nogi er glímt í hefðbundin æfingarfötum, helst aðsniðnum og án rennilása (til að koma í veg fyrir að fingur eða tær festist í fatnaði sem getur ollið meiðslum, og til að koma í veg fyrir að rennilásar slasi andstæðinga eða skemmi glímugólfið sem glímt er á.). 

​Hér er ekki hægt að stuðla jafn mikið á grip í galla til að stjórna andstæðingnum og mörgum finnst því nogi glíma tæknilega erfiðari.

bottom of page