top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Hvítur á Leik og WARSZAWA GRANDA

Það var um nóg að snúast í kringum starfið hjá VBC í gær, en bæði fór fram hvítbeltingarmótið Hvítur á leik í níunda sinn og iðkendur frá VBC kepptu á muay thai mótinu WARSZAWA GRANDA í Póllandi.


56 iðkendur tóku þátt á Hvítur á leik í ár en það er næstfjölmennasta mót frá upphafi, einungis árið 2021, en það árið voru fjölmargir spenntir að keppa eftir að langa bið þökk sé Covid-19 faraldurins.


Keppt var í 10 flokkum, 8 karlaflokkum og tveimur kvenna.

Iðkendur komu einnig að frá mörgum klúbbum, en í þetta sinn komu einstaklingar frá:


American Top Team, Atlantic AK, Berserkir BJJ, Five aces jiu jitsu, Glímudeild Ármanns, Herði, Mjölni, Momentum BJJ, Reykjavík MMA, Sleipni, Týr mma og VBC.


Í -64 kg flokki karla vann Amos Theódórsson úr Atlantic AK gull og Emerzon Diaz úr Sleipni hreppti silvur.


Í - 70 kg flokki karla vann Símon Martinsson úr Glímudeild Ármanns gull, Tjörvi Picchetti úr VBC fékk silvur og Sau Medina úr Sleipni Brons.


Í - 76 kg flokki karla vann Jón Jóhannesson úr Mjölni gull, Viktor Gauvrit úr BerserkirBJJ fékk silvur og Lárus Stefánsson úr Atlantic AK fékk Brons.


Í -82 kg flokki karla fékk Alejandro Jose Hernandez Chirino úr Sleipni gull, Elvar Leonardsson úr Mjölni silvur og Hilmar Leondarsson úr Mjölni brons.


Í -88 kg flokki karla fékk Emerson Santos gull, Emil Juan Valencia úr Mjölni silvur og Alex Gunnarsson brons.


Í -94 kg flokki karla fékk Bjarni Dagur gull, Kristján Arnarsson úr RVK MMA silvur og Marteinn Gunnarsson brons.


Í -100 kr flokki karla fékk Tómas Kristjánsson úr Glímudeild Ármanns gull, Gunnar Páll Júlíusson úr Glímudeild Ármanns silvur og Daniel Schneider úr Mjölni brons.


Í +100 kg flokki karla fékk Milosz Sipka úr VBC gull, Hallur Sigurðsson úr VBC silvur og Jakob H. P. Burgel Ingvarsson úr TÝR brons.


Í -64 kg flokki kvenna fékk Ronja Halldórsdóttir úr TÝR gull, Anna Guðjónsdóttir úr Momentum BJJ Iceland silvur og Silke Schurack úr Mjölni brons.


Í -74 kg flokki kvenna fékk Sigurdís Helgadóttir úr VBC gull og Dorothea Palsdóttir úr Mjölni silvur.


Í opnum flokki karla náði Milosz Sipka úr VBC gulli, Tómas Kristjánsson úr Glímudeildi Ármanns silvur og Anton Gunnlaugur Oskarsson úr BerserkirBJJ brons.


Í opnum flokki kvenna náði Sigurdís Helgadóttir gulli og Ronja Halldórsdóttir úr TÝR silvri.


Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og glæsilegar glímur!


Á sama tíma og þau börðust hér heima var hópur frá VBC og Imperum að keppa í muay thai í Póllandi.


6 keppendur börðust undir merkjum VBC og einn frá Imperium.


Fyrstur á stóra sviðið var hann Tristan Schmale (VBC Reykjavik) í -75 kg flokki sem mætti honum Mateusz Maciejak (Rosomak Warszawa). Tristan tapaði bardaganum á dómaraákvörðun en tekur með sér reynslu í bankann sem er alltaf jákvætt.


Næstur var hann Olaf Zabłocki (VBC Reykjavik) í -86kg flokki sem mætti honum Karol Wóznicki (Academia Gorila Warszawa). Olaf vann sinn bardaga á dómaraákvörðun og við óskum honum innilega til hamingju með það!


Í þriðja bardaganum hjá okkar fólki mætti hún Emma Stina Olasfsdottir (VBC Reykjavik) úr +70kg flokki henni Dominika Hościło (Fight Gym Lublin). Emma tapaði bardaganum á dómaraákvörðun en tekur með sér hellings reynslu sem er frábært!


Zalmai Jasur (VBC Reykjavik) átti fjórða bardaga kvöldins frá okkar fólki, en hann mætti Szymon Staszewski (Fight Gym Lublin) í -67kg flokki. Zalmai vann bardagann á dómaraúrskurði og við óskum honum innilega til hamingju með það!


Michał Jabłoński (VBC Reykjavik) var svo næstur á stóra sviðið og mætti Sopin Volodymyr (Academia Gorila Warszawa) í -81kg flokki. Hann vann sinn bardaga eftir að þjálfari Sopin kastaði inn handklæðinu í 3. lotu bardagans. Innilegar hamingjuóskir með það Michal!


Máni Wernersson (VBC Reykjavik) var svo síðastur af okkar fólki að keppa en hann mætti Paweł Jaroszuk (NoLimit Fight Team) í -86kg flokki. Bardaganum lauk með því að Máni náði góðu head kick rothöggi á hann Pawel og við óskum Mána innilega til hamingju með sigurinn!


Virkilega góðri helgi er því að ljúka og við viljum þakka öllum þeim sem kepptu undir okkar merkjum eða komu að starfinu á einhvern máta þessa helgina!


Myndir frá Hvítur á leik má finna hér!

Ljósmyndari: Szymon Z, https://www.instagram.com/szymonzack


Kær kveðja, VBC!


244 views
bottom of page