top of page
Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Icebox 2023

Hnefaleikamótið Icebox var haldið í fjórða sinn síðastliðinn föstudag.

Frá VBC tóku fjórir hnefaleikakappar þátt, en það voru þeir Armandas Sangavicius, Mikael Sævarsson, Emin Kadri Eminsson og Magnús Kolbjörn Eiríksson.


Fyrstur á svið fyrir hönd VBC var Armandas Sangavicius, en hann mætti Benedikt Gylfa Eiríkssyni úr HFH en þeir kepptu í -80kg flokki -U19 ára.

Bardaginn var skemmtilegur og eftir spennandi viðureign var Armandas titlaður sigurvegari viðureignarinnar!


Næstur á svið var hann Mikael Sævarsson, en hann mætti Gabríel Warner úr HR, en þeir keppa í -80kg flokki. Aftur var um skemmtilega viðureign að ræða en í lok viðureignarinnar var Gabríel valinn sigurvegari.


Emin Kadri var svo næstur á stóra sviðið, en hann hefur keppt fjölmörgu sinnum á síðastliðnum árum of hefur sannað sig endurtekið sem einn af færustu hnefaleikamönnum landsins.

Emin mætti honum Alexander Irving úr GFR en þeir kepptu í -71 kg flokki, Emin vann eftir einróma ákvörðun dómara. Bardaginn var mjög sannfærandi og Emin átti sigurinn svo sannarlega skilið.


Síðasti bardagi kvöldins var milli þeirra Magnúsar Kolbjörns Eiríkssonar og Yaroslav Bogatyr í +92 kg flokki.

Magnús Kolbjörn sigraði bardagann sannfærandi, en hann sýndi frábæra takta og átti sigurinn svo sannarlega skilið.


Við þökkum þeim sem standa á bakvið Icebox kærlega fyrir frábært kvöld!


Sjáumst í næsta stríði!


- VBC

481 views0 comments

Comments


bottom of page