
Ótímabundin áskrift
14.990 ISK
Ótímabundin áskrift hentar vel þeim sem vilja hafa tækifæri á þvi að mæta í alla tíma i stundatöflu VBC og sjá fyrir sér að stunda bardagaíþróttir í lengri tíma.
Í þessari áskriftarleið þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir aðgang að byrjendanámskeiðum í VBC.
Það er fjögurra mánaðar samningstimi í þessari áskrift og eins mánaðar uppsagnartími.

Stakur Mánuður
19.900 kr
Ef greitt er fyrir stakan mánuð í VBC hefur þú aðgang að öllum tímum í stundatöflu VBC í einn mánuð.
Hentar fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í bardagaíþróttum án þess að binda sig til lengri tíma.

Byrjendanámskeið
Brasilískt Jiu Jitsu
Byrjendanámskeið í brasilísku jiu jitsu fer fram innan einnar viku, þar sem kennsla fer fram í þremur kennslustundum á mánudegi, miðvikudegi og fimmtudegi.
Restina af mánuðinum er þér svo frjálst að mæta í alla aðra jiu jitsu tíma í VBC.
Farið er yfir mikið efni í þessum tímum og eftir þá muntu hafa hugmynd um hvað íþróttin felur í sér, hver markmið þín eiga að vera og þekkja nokkur uppgjafartök og hvernig skal verjast.
Þrátt fyrir að íþróttin megi virðast flókin og jafnvel yfirþyrmandi er það á nær allra færi að læra hana.
Þjálfari: Davíð Freyr Guðjónsson
Verð: 19.900 ISK
Byrjendanámskeið
Hnefaleikar
Byrjendanámskeið í hnefaleikum hjá VBC er fyrir 16 ára og eldri.
Kennsla fer fram tvisvar í viku í fjórar vikur, nánar tiltekið milli 18:00 - 19:00 á mánudögum og miðvikudögum.
Farið er yfir allan grunn í ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref. Mikið er lagt uppúr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma.
Áhugi er byggður upp á íþróttinni ásamt skilning á sportinu.
Frábær leið til að komast í form, eignast vini og hafa gaman.
Þjálfari: Jafet Örn Þorsteinsson
Verð: 23.990 ISK


Byrjendanámskeið
Muay Thai
Muay Thai Byrjendur er lokað 4 vikna námskeið þar sem allir byrja á sama stað, þekkingalega séð.
Enginn krafa um að vera í formi eða þekkingu á íþróttinni. Farið er vel yfir stöður, hreyfingar, högg, spörk, hnéspörk og clinch.
Nemandinn öðlast grunnskilning og þekkingu á íþróttinni áður en haldið er áfram í byrjendatíma.
Kennt: þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00 - 19:00.
Gott er að mæta tímanlega, 10-15 min. fyrir fyrsta tíma.
Íþróttafatnaður: stuttbuxur og bolur. Lánsbúnaður er á staðnum fyrir byrjendur.
Þjálfarar: Aurel Daussin & Birgir Þór.
Verð: 23.990 ISK
Byrjendanámskeið
Spartanþrek
Hjá VBC er í boði að stunda Spartanþrek sem eru vinsælir þrektímar fyrir þá sem vilja komast í frábært form.
Um er að ræða alhliða styrktar og þrek æfingar þar sem unnið er með lóð, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngd.
Æfingarnar henta bæði þeim sem stunda hnefaleika, muay thai og jiu jitsu, ásamt þeim sem vilja bæta eigið þrek og þol án þess að stunda bardagaíþróttir!
Tímarnir henta vel bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Þjálfari: Birgir Þór
Verð: 19.990 ISK

Ungmennastarf
Hnefaleikar
VBC býður uppá námskeið í hnefaleikum haustönnina
Boðið er uppá námskeið fyrir tvo aldurshópa:
5 - 10 ára (40.990 kr fyrir önnina).
10 - 15 ára (48.990 kr fyrir önnina).
Námskeið í hnefaleikum felur í sér áherslu á aukinn styrk, hreyfifærni, tæknilega færni og grunn í hnefaleikum.
Þessi námskeið stuðla einnig að miklum félagslegum þroska fyrir iðkendur, bætingar á sjálfstrausti, sjálfsaga og auðmýkt sem er allt nauðsynlegir eiginleikar í nútímasamfélagi.
Brasilískt Jiu Jitsu
VBC býður uppá námskeið í brasilísku jiu jitsu
Boðið er uppá námskeið fyrir fjóra aldurshópa:
4 - 7 ára (32.990 fyrir önnina).
7 - 10 ára (40.990 fyrir önnina).
10 - 13 ára (48.990 fyrir önnina)
13 - 17 ára (48.990 fyrir önnina)
Í námskeiðum fyrir tvo yngri hópana er áhersla lögð á leikgleði, að auka hreyfigetu og færni ásamt því að kynna grunnhreyfingar í brasilísku jiu jitsu.
Í námskeiðum fyrir tvo eldri hópana færist áherslan meira yfir í styrktarþjálfun, tæknilega færni og leikfræði í jiu jitsu.
Þessi námskeið stuðla einnig að miklum félagslegum þroska fyrir iðkendur, bætingar á sjálfstrausti, sjálfsaga og auðmýkt sem er allt nauðsynlegir eiginlegar í nútímasamfélagi.
VBC FATNAÐUR
VBC fatnaður æst í afgreiðslunni en þar eigum við til peysur, hettupeysur, boli og rashguard fyrir börn og unglinga.